Quantcast
Channel: Nútíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8004

Meðlætið með páskasteikinni? Ofnbakað rósakál með beikoni og hvítlauk

$
0
0

Hráefni:

  • 4-5 sneiðar beikon, skorið smátt
  • 600 gr ferskt rósakál
  • 3-4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 1 msk balsamik edik
  • sjávarsalt
  • svartur pipar

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og setjið bökunarpappír á ofnplötu. Skerið rósakálið til helminga.

2. Hitið pönnu á miðlungshita. Steikið beikonið þar til þar er orðið mjúkt og byrjað að steikjast, en ekki orðið stökkt. Taktu pönnuna af hitanum og bættu hvítlauknum og basamik ediki á pönnuna og blandaðu allt vel saman.

3. Settu allt rósakálið í miðjuna á  ofnplötunni og helltu beikoninu af pönnunni yfir og blandaðu öllu vel saman. Dreifðu svo jafn úr þessu á plötuna og þetta er kryddað með salti og pipar.

4. Bakaðu þetta í ofninum í 20 mín, þá tekurðu þetta út og hrærir vel upp í þessu og bakar þetta svo aftur í 20 mín eða þar til rósakálið er orðið vel mjúkt og beikonið stökkt. Salt og pipar, eftir smekk. Berið fram heitt!

Greinin Meðlætið með páskasteikinni? Ofnbakað rósakál með beikoni og hvítlauk birtist fyrst á Nútíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8004