Quantcast
Channel: Nútíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8004

Einfalt og gott rjómalagað parmesan pasta

$
0
0

Hráefni:

  • 1 pakkning rigatoni pasta (eða þitt uppáhalds pasta)
  • 3 msk smjör
  • 3 tsk rifinn hvítlaukur
  • 3 msk hveiti
  • 2 dl rjómi
  • 2 dl kjúklingasoð
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 3 dl rifinn parmesan
  • 3 tsk þurrkuð steinselja

Aðferð:

1. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu.

2. Bræðið smjörið í potti og bætið hvítlauknum og hveitinu saman við. Hrærið vel saman með písk. Haldið áfram að hræra stanslaust á meðan þið hellið kjúklingasoðinu saman við ásamt rjómanum. Salt og pipar eftir smekk.

3. Lækkið hitann og hrærið áfram í þar til sósan fer að þykkna. Takið pottinn af hellunni og hrærið parmesan ostinn og steinselju saman við. Hrærið vel saman þar til osturinn hefur bráðnað. Blandið soðna pastanu saman við. Berið fram með auka parmesan og steinselju.

Greinin Einfalt og gott rjómalagað parmesan pasta birtist fyrst á Nútíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8004