
Martin Garrix, Rita Ora, Pussy Riot, Morcheeba og Boy Pablo munu koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Soltice. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar.
Martin Garrix hefur á undanförnum árum notið mikilla vinsælda en lagið Animals með kappanum er með yfir milljarð í spilun á YouTube. Ritu Ora þarf vart að kynna en enginn kvenlistamaður hefur átt fleiri lög sem hafa komist á topp 10 lista í Bretlandi.
Miðasala og frekari upplýsingar um hátíðina má finna hér.
Source: Nútíminn