Viðvörunarstig vegna hríðarveðurs hefur verið hækkað úr gulu í appelsínugult á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi.
Viðvaranirnar taka gildi kl 20, annað kvöld. Þá hefur verið gefin út gul viðvörun á Suðausturlandi, vegna hvassviðris, sem tekur gildi kl 18, annað kvöld.
Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám: https://www.vedur.is/vidvaranir
Greinin APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN birtist fyrst á Nútíminn.