
Sólveig Eiríksdóttir, Solla á Grænum kosti eða Solla á Gló fór með Birnu Maríu í ræktina í þættinum GYM. Þar fer Birna með hana í gegnum hnébeygjutækni og Solla kennir svo Birnu að standa á haus. Birna átti afmæli þennan daginn og því kom Solla færandi hendi með kaldpressaðan grænan safa. Solla skoraði á Birnu í kappdrykkju sem gekk brösulega. Sjón er sögu ríkari.
Source: Nútíminn