Quantcast
Channel: Nútíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8004

Chase kveður niður orðróminn um tilboðið frá Pharrell: „Veit ekkert um það.“

$
0
0

Í júlí 2017 komst sá kvittur á loft að tónlistarmaðurinn Pharrell Williams hefði boðið íslenska söngvaranum Chase til Bandaríkjanna og þá í því augnamiði að hljóðrita nýja tónlist í hljóðveri sínu (var meðal annars fjallað um málið á Albumm.is).

Var þessi orðrómur meðal umræðuefna í nýlegu viðtali SKE.is við Chase nú á dögunum.

Ég veit í rauninni ekkert um það. Ég vaknaði bara þarna um morguninn—á afmælisdaginn, sama dag og Ég vil það kom út—og sá að ónefndur blaðamaður hafði haft samband til þess að forvitnast um þetta mál. Ég gat engu svarað. Ég vonaði þó innilega að þetta væri satt.

Aðspurður hvaðan þessi orðrómur hafi komið kvaðst Chase engu geta svarað: „Ekki hugmynd. Þetta var kannski bara einhver vinur minn að fokka í mér.“

Tilefni viðtalsins er útgáfa nýrrar hljóðversplötu sem Chase hyggst gefa út í lok febrúar. Í síðustu viku gaf söngvarinn út fyrsta lag plötunnar, sem er jafnframt eina rapplagið sem verður að finna á skífunni. Lagið ber titilinn Klikk og skartar tónlistarmönnunum BlazRoca, Sdóra (Landaboi$) og NVTVN (sjá hlekk hér að neðan).

Fóru viðmælendurnir um víðan völl í viðtalinu og spjölluðu meðal annars um kántrítónlist, fyrstu kynni Chase og JóaPé—og tengsl söngvarans við Bandaríkin.

 
Source: Nútíminn

Viewing all articles
Browse latest Browse all 8004